Borgarverk ehf. er vel tækjum búið og tekur að sér fjölbreytt verkefni.

Vegagerð

Fyrirtækið hefur sérhæft sig í nýlagninu og viðhaldi vega og sinnir meðal annars yfirlögnum fyrir Vegagerðina víða um landið, ásamt gatnagerð innanbæjar fyrir stærri sveitarfélög.

 

Jarðvinna

Borgarverk tekur að sér alla almenna jarðvinnu, svo sem töku húsgrunna og ýmis ræktunarverkefni fyrir bændur.

 

Snjómokstur

Á veturnar hefur fyrirtækið sinnt snjómokstri bæði á þjóðvegum landsins og hjá fyrirtækjum og stofnunum.