Borgarverk hefur hlotið jafnlaunavottun og heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið. Í því felst að staðfest er að Borgarverk hefur fengið vottun á jafnlaunakerfi sínu samkvæmt jafnlaunastaðli ÍST 85:2012 og uppfyllir öll skilyrði hans.
Jafnlaunavottunin veitir staðfestingu á því að launaákvarðanir séu kerfisbundnar, að fyrir hendi sé jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum jafnlaunastaðalsins og reglubundið sé fylgst með því að starfsfólk sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf hafi sambærileg laun óháð kyni.
Innleiðing jafnlaunakerfisins er frábær viðbót í starf Borgarverks og styður með formlegum hætti við málefnalegar launaákvarðanir. Það að vera með vottað gæðakerfi í kringum launamál Borgarverks veitir jákvætt aðhald og tækifæri til að rýna málin reglulega.