Borgarverk er nú, áttunda árið í röð, í hópi Framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt mælingum Creditinfo. Til þess að komast á þann lista þurfa fyrirtæki að uppfylla strangar kröfur sem gefa vísbendingar um að þau séu líklegri til að ná árangri og standast álag en önnur.

Við erum mjög stolt af þessari viðurkenningu sem er til merkis um þá miklu og góðu vinnu sem okkar fólk leggur til á degi hverjum. Það er þeirra framlag sem skilar sér í góðum árangri fyrirtækisins.

 

Framúrskarandi fyrirtæki 2023