Í hálfleik á leik Skallagríms og Grindavíkur sem fram fór miðvikudaginn 1. mars 2017 undirrituðu þau Ragnheiður Guðmundsdóttir, f.h. körfuknattleiksdeildar Skallagríms, og Óskar Sigvaldason, f.h. Borgarverks, samstarfs- og styrktarsamning til þriggja ára.

Borgarverk hefur verið og verður nú áfram einn af öflugustu styrktaraðilum körfuknattleiksdeildarinnar.

Borgarverk er dyggur stuðningsaðili Körfuknattleiksdeildar Skallagríms