Borgarverk ehf. bauð lægst í þrjú yfirlagnaverkefni hjá Vegagerðinni í apríl og hefur samið um að taka að sér yfirlagnir á Norðurlandi, Suðurlandi og Vesturlandi í ár.
Akurhólar Selfossi
Akurhólar ehf. stendur fyrir byggingu á 37 íbúðum á Selfossi og hefur falið Borgarverk ehf. að annast vinnu við grunnana.
Kveldúlfsgata Borgarnesi
Borgarverk hefur staðið fyrir framkvæmdum í Kveldúlfsgötu í Borgarnesi fyrir hönd sveitarfélagsins Borgarbyggðar. Framkvæmdir hófust haustið 2015 en upphaflega stóð aðeins til að endurnýja lagnir og gangstéttar. Gerður hefur verið viðaukasamningur við Borgarverk um jarðvegsskipti og malbikun.
Suðurhólar Selfossi
Sveitarfélagið Árborg hefur samið við Borgarverk ehf. um lagningu klæðningar á Austur- og Suðurhóla austan Akralands á Selfossi. Verkinu á að vera lokið 30. júní 2017.
Borgarverk er dyggur stuðningsaðili Körfuknattleiksdeildar Skallagríms
Í hálfleik á leik Skallagríms og Grindavíkur sem fram fór miðvikudaginn 1. mars 2017 undirrituðu þau Ragnheiður Guðmundsdóttir, f.h. körfuknattleiksdeildar Skallagríms, og Óskar Sigvaldason, f.h. Borgarverks, samstarfs- og styrktarsamning til þriggja ára.
Framúrskarandi fyrirtæki 2016
Borgarverk ehf. hefur náð þeim árangri að vera Framúrskarandi fyrirtæki að mati Creditinfo. Aðeins 1,7% fyrirtækja á Íslandi náðu þeim árangri árið 2016.