Sveitarfélagið Árborg hefur samið við Borgarverk ehf. um lagningu klæðningar á Austur- og Suðurhóla austan Akralands á Selfossi. Verkinu á að vera lokið 30. júní 2017.
Í hálfleik á leik Skallagríms og Grindavíkur sem fram fór miðvikudaginn 1. mars 2017 undirrituðu þau Ragnheiður Guðmundsdóttir, f.h. körfuknattleiksdeildar Skallagríms, og Óskar Sigvaldason, f.h. Borgarverks, samstarfs- og styrktarsamning til þriggja ára.
Borgarverk ehf. hefur náð þeim árangri að vera Framúrskarandi fyrirtæki að mati Creditinfo. Aðeins 1,7% fyrirtækja á Íslandi náðu þeim árangri árið 2016.